Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Dómur þyngdur yfir Jóni Páli: Segist hafa litið á samskipti þeirra sem framhjáhald en ekki ofbeldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Jón Páll Eyjólfsson, var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun.

Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms um sex mánuði.

Brotið átti sér stað árið 2008.

Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag; málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember árið 2020.

Þar var Jón Páll dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi; jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur, en Landsréttur breytti upphæðinni í tvær milljónir króna.

Í ársbyrjun árið 2018 komst málið í hámæli þegar Jóni Páli var sagt upp störfum sem leikhússtjóra, en aðeins nokkrum vikum fyrr hafði hann tilkynnt að hann ætlaði að hætta í mars fyrir þremur árum; vísaði þá til fjárhagsskorts hjá LA.

- Auglýsing -

Kom í ljós seinna að hann hafði verið sakaður um nauðgun einum tíu árum fyrr, og samkvæmt dómnum átti atvikið sér stað í ágúst árið 2008 – á hótelherbergi í útlöndum.

Afar grófar lýsingar er að finna í dómi af ofbeldinu sem Jón Páll var kærður fyrir og hann var að lokum ákærður; svo dæmdur fyrir ofbeldi og ólögmæta nauðung.

Í dómi Landsréttar kemur fram að Jón Páll hafi kastað sér á konuna þar sem hún lá í rúmi í herberginu og haldið henni fastri.

- Auglýsing -

Jón Páll lagðist ofan á hana og hafði við hana kynmök án samþykkis; og í átökum hafi hún fallið á gólfið; hafi Jón Páll aftrað henni að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar svo hún skall mjög harkalega með hné í gólfið og datt á bakið.

Einnig kemur fram að þá hafi Jón Páll sett hné í bringu hennar með þeim afleiðingum að hún fékk stóran marblett.

Förnarlamb Jóns Páls hlaut meðal annars marbletti og sár á ýmsum stöðum; rispur og núningssár og þar að auki sprungu í slímhúð við leggangaop.

Daginn eftir leitaði konan á neyðarmóttöku þar sem myndir voru teknar af áverkunum.

Í niðurstöðukafla skýrslu læknis segir að hún hafi gefið greinargóða sögu; verið dofin, tætt og aum um allan líkama og í kynfærum.

Leikhússtjórinn fyrrverandi neitaði sök hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi; kannaðist þó við að hafa gist inni á herbergi konunnar umrædda nótt: Sagðist ekkert muna vegna áfengisneyslu.

Einnig að hann hafi enga áverka séð á konunni morguninn eftir; ekkert óeðlilegt hafi verið í fari hennar að hans sögn.

Í skýrslutökunni hjá lögreglunni sagðist hann muna lítið eftir atvikum næturinnar; myndi til dæmis eftir að þau hefðu legið saman, og svo eftir einhverju brambolti; þau hafi dottið á milli rúmanna.

Jón Páll segist hafa litið á samskipti þeirra um nóttina sem framhjáhald en ekki ofbeldi.

Kom fram í gögnum málsins að fyrir lágu samskipti á Messenger milli Jóns Páls og konunnar, þar sem hann hafði viðurkennt að hafa beitt konuna ofbeldi og brotið á henni gróflega.

Jón Páll sagðist hann hafa sótt sér sálfræðiaðstoðar í kjölfarið að kröfu fórnarlambsins.

Framburður hennar fyrir dómi var metinn trúverðugur og talið að hún hafi verið samkvæm sjálfri sér; hefði framburður hennar hlotið stoð í gögnum málsins, og framburði vitna í því.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -