„Hann var ágætur fyrripart kvöldsins, mun skemmtilegri en hann lítur út fyrir að vera,“ sagði hún og fékk sér smók og hellti smá koníaki í tvö glös, rétti vinkonu sinni annað en bar hitt að vörum sínum.
„En eftir nokkur glös breyttist hann mikið, tók að iða í sæti sínu og augun urðu brjálæðislegri og brjálæðislegri með hverjum sopanum.“
Vinkonan tók sjálf að iða í sæti sínu enda var þetta ekki fyrsta koníaksglasið þetta síðdegið og hún gat varla beðið eftir næstu setningu, en sjálf sagði hún yfirleitt lítið.
„Svona menn eiga auðvitað ekki að smakka það. Hann varð ágengur og hreint út sagt dónalegur, ég vissi ekki hvert hann ætlaði. Ég varð hrædd og gat með engu móti staðist hann.“