Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

„Margt af þessu fólki auðgast á fénýtingu auðlinda sem við eigum öll saman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, flutti sína fyrstu ræði á Alþingi í vikunni. Óhætt er að segja að Jóhann hafi komið inn með trompi, en í ræðu sinni ræddi hann ójöfnuð á Íslandi.

Jóhann sagðist í ræðu sinni ætla fara yfir nokkrar staðreyndir, „30 prósent af nýjum auði sem varð til í fyrra runnu til ríkasta 1 prósentsins á Íslandi, alls 37,3 milljarðar króna. Þetta ríkasta eitt prósent Íslendinga á 902 milljarða í eigin fé, 902 milljarða. Þar af eiga 240 heimili, ríkasta 0,1 prósentið á Íslandi, 293 milljarða, 293 þúsund milljónir.“

Segir Jóhann að ekki sé hægt að tala um eignastéttina án þess að ræða um fiskinn í sjónum. „Margt af þessu fólki auðgast á fénýtingu auðlinda sem við eigum öll saman og sem við hér á Alþingi ráðum hvernig ráðstafað. Í fyrra náðu arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja sögulegu hámarki. Eigendur útgerðarfyrirtækja fengu meira en 21 milljarð í arð,“ segir Jóhann og heldur áfram.

„888 milljónir runnu til eins manns, stærsta eiganda Brims. 715 milljónir til stærsta eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Þannig er heimilisbókhaldið þar á bæ.“

Þá ræddi Jóhann um þá sem við bágust kjör búa hér á landi. „Hinum megin á kúrfunni er svo fólkið sem á ekki neitt, fólkið sem lifir á sultarlaunum, þær þúsundir manna sem búa í óleyfishúsnæði vegna fátæktar og ófremdarástands á húsnæðismarkaði, óvinnufært fólk, öryrkjarnir sem þurfa að draga fram lífið langt undir 300 þúsund krónum á mánuði.“

Jóhann segir að á meðan þeir ríkustu sanki að sér þúsundir milljóna, sitji fátækasta fólkið eftir ár eftir ár.

- Auglýsing -

Virðist Jóhann ekki bjartsýnn á að ástandið breytist meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Þetta eru tvö samfélög á Íslandi, tveir heimar og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist ekki ætla að lyfta litla fingri til að leiðrétta þennan ójöfnuð.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -