Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, var gjörsamlega buguð eftir að hafa vikið Eiði Smára Gudjohnsen, fyrrum aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, úr starfi. Hún þurfti tíma til að ná sér og bað aðra um að fara í fjömiðlaviðtöl fyrir sína hönd.
Þetta kom fram í máli Vöndu í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar tjáði sig hún um brottrekstur Eiðs Smára:
„Ég ætla vera hreinskilinn, ég var eiginlega buguð eftir þetta, fannst þetta hrikalega leiðinlegt og var sorgmædd í hjartanu að við hefðum þurft að komast að þessari sameiginlegu niðurstöðu. Ég hefði bara farið að gráta, ég var bara þar. Ég bað Ómar Smárason um að fara í viðtölin fyrir mig. Ég þurfti bara aðeins að ná mér. Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið ömurlega,“ sagði Vanda.
Sjá einnig:
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hringdi í alla meðlimi stjórnar KSÍ og ræddi við þá um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, í aðdraganda þess að stjórnin tók þá ákvörðun að Eiður léti af störfum.
Þetta kemur fram í fundargerð KSÍ sem gerð hefur verið opinber en það var eftir þann fund, 23. nóvember síðastliðinn, sem Eiður Smári var rekinn. „Áfram Ísland,“ sagði Eiður í yfirlýsingu inni á vef KSÍ vegna starfslokanna.
Starfslok Eiðs Smára og umræddan gleðskap landsliðsins hafa mikið verið til umræðu undanfarið. Eiður var rekinn fyrir viku síðan en í tilkynningu frá KSÍ var sagt að uppsögnin væri gerð með samkomulagi stjórnar og Eiðs.
Sjá einnig:
Eiður sagður vera undir áhrifum í beinni útsendingu – KSÍ og Síminn á flótta – Sjáðu atvikið
Sjá einnig:
Myndband af Eiði Smára í miðbænum – Hneykslaði vegfarendur með athæfi sínu
Myndband af Eiði í dapurlegu ástandi að létta á sér í miðborg Reykjavíkur fór sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Eiður sást þar með buxurnar á hælunum, að létta á sér á almannafæri. Hann virðist vera í því ástandi að átta sig illa á umhverfi sínu. Fólki sem varð vitni að atburðinum var brugðið en Eiður er í senn þjóðhetja og starfaði sem þjálfari landsliðs karla og álitsgjafi Símans. Þá var einnig umtalað að Eiður hafi verið undir áhrifum í útsendingu sem knattspyrnusérfræðingur í þættinum Vaktin í Sjónvarpi Símans. líkt og Mannlíf greindi frá.