Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur nú rift samningi við bændur en þetta kemur fram í tilkynningu frá Arþóri Guðlaugssyni, framkvæmdarstjóra Ísteka.
Ástæða þess er slæm meðferð á hryssum við blóðgjöf en fjallaði Mannlíf fyrst um málið.
Þá sé meðferðin brot á velfarðarsamningum fyrirtækisins og bænda sem eiga í hlut.
Tæplega 120 bændur hafa átt í samstafi verið fyrirtækið vegna blóðmera en ekki kemur fram í tilkynningunni hversu mörgum samningum hafi verið rift. Þá sé blóðgjöf til lyfjaframleiðslu eina búgreinin hérlendis þar sem bæði viðskipta- og velferðasamningar séu gerðir við alla sem stundi iðnaðinn. Greindi RÚV frá málinu.
Umbætur eru nú í kortunum og verður myndavélaeftirlit með öllum blóðtökum framvegis. Bændur munu einnig fá aukna þjálfun og fræðslu auk velferðareftirlitsmanna sem verða viðstaddir blóðgjafirnar.
Vonast Ísteka að ólíðandi frávik líkt og hefur verið fjallað um síðustu vikur, komi ekki til með að endurtaka sig.