Sunnudagur 15. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Andlit húsvarðar eins og eftir efnabruna – Háskólinn á Akureyri óttaðist geislavirkni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Húsvörður sem komst í snertingu við torkennilegan hlut í kjallara Háskólans á Akureyri í vikunni var sendur á sjúkrahús eftir skyndileg veikindi.

Andlitið eins og eftir efnabruna

Staðarmiðillinn Akureyri.net greinir frá þessu í morgun. Þar segir að hluturinn hafi verið stór geymsluhólkur. Starfsmaðurinn sem veiktist er einn af húsvörðunum í skólanum. Hann fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í gær. Í samtali við Akureyri.net segir maðurinn að andlit hans hafi litið út eins og hann hefði orðið fyrir efnabruna. Læknar telja að hann hafi fengið heiftarleg ófnæmisviðbrögð.

Starfsmenn Geislavarna ríkisins komu norður í gærmorgun og rannsökuðu hlutinn sem reyndist ekki geislavirkur eins og óttast var.

„Spenntur að komast að því hvað þessi hlutur er að gera þarna“

Eyjólfur S. Guðmundsson, rektors Háskólans á Akureyri, segir á Akureyri.net að enginn kannist við hlutinn. „Ég er jafn spenntur og þú að komast að því hvað þessi hlutur er að gera þarna og til hvers hann hefur verið notaður,“ sagði Eyjólfur við Akureyri.net 

Geislavarnir ríkisins skoðuðu hlutinn

Starfsmenn Geislavarna ríkisins komu norður í gær og skoðuðu geymsluhólkinn. Niðurstaða þeirra var að hann væri ekki geislavirkur. Þá mældist engin geislavirkni í kjallara bókasafnsins, þar sem hluturinn var geymdur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -