Maður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa frelsissvipt og nauðgað 14 ára stúlku á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Maðurinn svipti stúlkuna frelsi í bíl sínum í þrjár klukkustundir þar sem hann meðal annars nauðgaði henni.
Samkvæmt heimildum Rúv hafði maðurinn átt samskipti við stúlkuna í gegnum samfélagsmiðla en þar var hann afar ágengur að fá að hitta hana. Hann hafi svo sótt hana í heimahús þar sem hún var gestur, síðasta laugardagskvöld og í bíl sínum hélt hann henni í þrjá klukkutíma. Í bílnum nauðgaði hann barninu og beitt henni öðru líkamlegu ofbeldi. Eftir brotið keyrði hann henni áleiðis heim til sín og setti hana út skammt frá heimili hennar.
Þegar stúlkan hafði ekki skilað sér heim á réttum tíma höfðu foreldrar hennar samband við lögregluna og óskaði eftir aðstoð við að leita að henni. Í samskiptum mannsins við stúlkuna á samfélagsmiðlum var honum tíðrætt um aldur hennar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið.
Fram kemur í frétt Rúv um málið yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Ævar Pálmi Pálmason, staðfesti gæsluvarðhaldið yfir manninum en mun það renna út á morgun.