Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna þremur útköllum vegna líkamsárása, víða um borgina. Ein árásanna átti sér stað á hóteli í miðborginni en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögreglan mætti.
Í nótt var líkamsárás í Hafnarfirði en þar var árásarmaðurinn einnig flúinn þegar lögreglan kom á staðinn. Þá sinni lögreglan einnig útkalli í Grafarvogi en þar voru tveir handteknir vegna líkamsárásar og vistaðir í fangageymslu.
Í vesturbænum ók ökumaður bifreið sinni inn í garð en viðkomandi er grunaður um akstur undir áhrifum. Lögreglan sinni nokkrum útköllum vegna árekstra, meðal annars við Skeifuna og við Bláfjallaveg. Talsvert var um að ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.
Í dagbók lögreglu er þess einnig getið að lögreglan hafi verið kölluð til vegna þjófnaðar á farsímum í íþróttahúsi.