Annarsöm nótt var hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt en voru hátt í hundrað mál skráð í dagbók lögreglu.
Karlmaður varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Árásarmenn höfðu forðað sér þegar lögregla kom á vettvang. Maðurinn var með minniháttar áveka og var fluttur á slysadeild.
Þá var maður handtekinn í hverfi 108. Var maðurinn í annarlegu ástandi og gekk hann eftir miðri akbraut. Vildi hann ekki gefa upp nafn og gisti fangaklefa lögreglu.
Ráðist var á karlmann í Kópavogi í gærkvöldi og hann rændur verðmætum. Voru árásamennirnir þrír og höfðu þeir hótunum við manninn áður en þeir höfðu á brott með sér verðmæti.
Lögregla sinnti þá ellefu útköllum vegna hávaða og voru sjö ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.