Það blasir við að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er klofinn eftir að Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi skoraði leiðtoga sinn, Eyþór Arnalds, á hólm og vill verða borgarstjóri. Eyþór hefur marga hildina háð og verið fremur sigursæll á sínum ferli. Ekki er þó víst að hann standi af sér atlöguna að þessu sinni. Fylkingarnar sem takast á að þessu sinni eru kenndar við oddvitana í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þeir sem fylgja Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sigurvegara prófkjöranna í haust, styðja í megindráttum Eyþór en þeir sem fylgja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að málum styðja Hildi. Þetta nær svo upp til formannsins, Bjarna Benediktssonar, sem vill veg Guðlaugs Þórs sem ninnstan. Prófkjörið í febrúar verður því bæði blóðugt og fjörugt …