Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Baldur sneri sér að fjallgöngum og léttist um 48 kíló: „Laus við lyfin og mér líður almennt vel“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var 149 kíló árið 2013. Líkamlegt ástand mitt var mjög slæmt. Ég glímdi við háan blóðþrýstingur og kæfisvefn. Ég stefndi beint í gröfina,“ segir Baldur Skjaldarson, 64 ára flugvirki og göngugarpur, sem hefur stundað fjallgöngur síðan árið 2013.

Baldur byrjaði að ganga með hópi Ferðafélags Íslands, Biggest Winner. Eftir það var ekki aftur snúið og hann hefur undanfarin ár gengið með ýmsum hópum Ferðafélagsins, meðal annars Fyrsta skrefinu og Næsta skrefinu sem halda úti göngum allt árið. Þegar sá hópur útskrifaðist um liðna helgi var að vanda úthlutað verðlaunabikarnum Hauknum sem farið hefur á milli fólks undanfarin sex ár. Að þessu sinni var það Baldur sem fékk bikarinn fyrir að vera sönn fyrirmynd fyrir þá sem vilja rísa upp og koma sér í form.

„Ég sá fram á óefni ef ég hefði ekki tekið mig á. Ég var á leiðinni í gröfina en þangað langaði mér alls ekki strax. Ég tók því göngurnar alvarlega,“ segir Baldur sem náði strax árangri. Hann náði af sér 50 kílóum. Árangur Baldurs er ekki aðeins á að létta sig um öll þessi kíló. Hann var með byrjunareinkenni af sykursýki 2, auk þess að þurfa lyf við kæfisvefninum og blóðþrýstingnum. Nú ert allt annað uppi á tengingnum.

Bjarnheiður Erlendsdóttir hlaut veglega skó frá Fjallakofanum vegna ástundunar og dugnaðar við að mæta í göngur.

„Ég er laus við lyfin og mér líður almennt vel,“ segir hann.

Hann segist vera afar stoltur af þvi að fá Haukinn til varðveislu.

„Það er mikill stuðningur og viðurkenning á því sem ég hef verið að gera,“ segir hann.

- Auglýsing -

Baldur hvetur alla þá sem glíma við offitu eða annan krankleika að hreyfa sig eins og kostur er til þess að forðast ótímabæran dauða eða alvarleg áunnin veikindi.

„Fólk verður að hugsa sig um áður en eitthvað alvarlegt gerist,“ segir Baldur sem ætlar að halda áfram að ganga með Ferðafélaginu á næsta ári og viðhalda þeim árangri sem hann hefur náð.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -