Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Tíu plássum á geðdeild lokað um áramótin – Nanna Briem: „Ekki ákvörðun sem ég hefði viljað taka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tíu langleguplássum á geðdeild Landspítalans að Kleppi verður lokað nú um áramótin. Ástæða lokuninnar er mannekla á spítalanum.

Plássin vera lokuð fram eftir næsta ári. Sérhæfð legudeild verður í geðdeildarbyggingu við Hringbraut í staðinn. Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans, segir ákvörðunina óskemmtilega en nauðsynlega. Hún segir að mannskapur náist ekki í brýnustu öryggismönnun.

Með þessu fækkar legurýmum á geðdeild úr hundrað í níutíu. Nanna segir í samtali við RÚV að deildin hafi áhyggjur af stöðunni. Hún segir það ekki skemmtilegt að þurfa að loka plássum, sérstaklega í ljósi þess að Ísland sé með færri rúm á hverja 100.000 íbúa en samanburðarlönd okkar.

Með þessari breytingu verður starfsfólk flutt yfir á geðdeildina við Hringbraut þar sem þróa á sérhæfða legudeild fyrir einstaklinga með geðrofssjúkdóma. Þar verði tekið á móti fólki í bráðu geðrofi.

„Þetta er ekki ákvörðun sem ég hefði viljað taka en ég verð að gera það til að tryggja fullnægjandi mönnun en við erum að gera allt sem við mögulega getum til að þetta skerði ekki þjónustuna við okkar sjúklinga og þetta býður upp á tækifæri til að efla þjónustuna.

- Auglýsing -

Þannig að ég bið okkar notendur um að hafa ekki áhyggjur af þessu. Við munum gera allt sem við getum til að vera með öfluga þjónustu,“ sagði Nanna Briem á RÚV í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -