- Auglýsing -
Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við vorveðri á fimmtudag ef marka má veðurspá á vef Veðurstofu Íslands.
Allt að níu gráðum er spáð um hádegisbilið á fimmtudag og 8 gráðum í Bolungarvík og Stykkishólmi.
Þá tekur að hlýna á Norðurlandi er líða fer á daginn en kólnar svo á ný á föstudag.
Jólahitabylgjan þetta árið mun ylja íbúum höfuðborgarsvæðisins sem loksins fá sumarveðrið að austan. Yfir helgina verður hiti á bilinu 7 til 8 stig eða laugardegi fram til mánudags.