Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

PLAY flýgur til Bandaríkjanna. Miðasala hefst í dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugfélagið PLAY mun fljúga til Boston og Washington D.C. í Bandaríkjunum á nýju ári. Miðasala til nýju áfangastaðanna hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.

Fyrsta flug til Washington verður þann 20. apríl á næsta ári en flogið verður til Baltimore/Washington International flugvallar. Þá verður fyrsta Boston flugið stuttu síðar, þann 11. maí til Logan-flugvallar.

PLAY hefur þegar fengið öll leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum sem eru nauðsynleg til þess að hefja flug til Bandaríkjanna.

Er áfangi flugfélagsins sagður afskaplega þýðingarmikill enda nýr kafli í sögu þess.

„Í vor verður hægt að fljúga með tengiflugi á milli áfangastaða í Bandaríkjunum, og Parísar, Berlínar, London, Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel, Stafangurs, Þrándheims og Gautaborgar í Evrópu“.

Fjölgun áfangastaða félagsins hefur verið mikil frá jómfrúarfluginu sem var þann 24. júní síðastliðinn. Þá er stefna félagsins að hafa fimmtán flugvéla flota árið 2025.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -