Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir frá því að „tveir karlar á þrítugsaldri voru í vikunni í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Nær það til 10. janúar næstkomandi að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu; í þágu rannsóknar hennar á fjölda þjófnaðarmála í umdæminu að undanförnu.“
Meðal annars er um að ræða þjófnaði á farsímum úr búningsklefum íþróttahúsa víða á höfuðborgarsvæðinu eins og fram kemur í tilkynningunni.
Líka að „rannsókn lögreglu er umfangsmikil, en hún telur að um skipulagða þjófnaði sé að ræða.“