Skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöld barst lögreglunni tilkynning um slagsmál í strætó.
Áttu ungmenni að hafa ráðst á bílstjórann: Barnavernd og foreldrum var gert viðvart.
Þá handtók lögregla karlmann í verslun í gærkvöldi sem ógnað fólki sem átti leið hjá, en hann var í mjög annarlegu ástandi sökum vímuefna.
Maðurinn gisti fangaklefa vegna þessa og beðið er eftir að renni af honum til að hægt sé að yfirheyra hann.
Einnig aðstoðaði lögregla mann í Breiðholti í gær, eftir að henni barst tilkynning vegna manns í stigagangi fjölbýlishúss. Maðurinn var mökkölvaður og læstur úti, lögregla gat komið honum í hús.
Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.