Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Andlegri heilsu íþróttafólks fer hrakandi: „Áhyggjuefni hversu illa mörgum líður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andri Hrafn Sigurðsson, sálfræðingur, birti grein á Vísi þar sem hann lýsir áhyggjum af andlegri heilsu íþróttafólks.

„Við lifum á tímum þar sem umræða um andlega heilsu er orðin sjálfsögð sem betur fer. En ég tel að við þurfum að opna meira á umræðuna um andlega líðan íþróttafólks og velta fyrir okkur úrræðum fyrir þennan hóp. Það er áhyggjuefni hversu illa mörgum líður sem stunda íþróttir, sérstaklega fótbolta.“

Andri segir fáar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íþróttafólks og að það þurfi að bæta.

„Þær fáu rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar sýna að þessi vandi er til staðar. Rannsóknir sýna að mögulegar ástæður fyrir þessu eru að afreksíþróttafólk forðist að sýna veikleika og leita aðstoðar því það gæti mögulega dregið úr möguleikum þeirra og tækifærum.“

Aukist hefur fjöldi þeirra íþróttafólks sem leita sér aðstoðar vegna kvíða í tengslum við íþróttir, þá sérstaklega fótbolta. Andri veltir því upp hvað gæti orsakað þessa aukningu og nefnir svokallaða streituvalda sem spila inn í líðan fólks og nefnir áhættuþætti sem eru hjá íþróttafólki:

„1. Kröfur og væntingar frá foreldrum í einhverjum tilvikum, íþróttafélögunum, stuðningsmönnum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og fleira)

- Auglýsing -

2.Kröfur og væntingar frá þeim sjálfum.

  1. Fullkomnunarárátta
  2. Ég verð að standa mig, ég má ekki gera mistök, ef þetta gerist hvað þá,
  3. Verð að passa að ég sofi rétt, borði rétt og æfi nógu mikið.
  4. Samkeppni og álag
  5. Samskipti við þjálfara
  6. Ofþjálfun og meiðsli“

Andri bendir á það að sjúkraþjálfarar fylgi alltaf liðum og eru til staðar þegar líkamlegir kvillar segja til sín hjá íþróttafólki en honum finnst að sálfræðingur ætti líka að vera til taks.

„Ég er þeirra skoðunar að sálfræðingar ættu að vera hluti af teyminu sem starfar í kringum liðið, eða þá að félögin hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu og jafnvel taki þátt í kostnað varðandi sálfræðiþjónustu. Ég tel að félögin og íþróttahreyfingin geti stutt enn betur við leikmenn hvað varðar andlega heilsu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -