Gestur vikunnar í Mannlífinu er Gréta María Grétarsdóttir: „Lífið er stutt“

top augl

Gestur Mannlífsins að þessu sinni er athafnakonan og Flateyringurinn Gréta María Grétarsdóttir sem heldur um stjórnartauma Brims og áður Krónunnar. Gréta María er ein skærasta stjarna viðskiptalífsins. Hún hikar ekki við að skipta um starf þegar tækifærin bjóðast. Nú síðast hætti hún í stjórnunarstöðu hjá Brim til að verða framkvæmdastjóri Artic Adventures um áramót. Gréta ólst upp á Flateyri en flutti suður áður en snjóflóðin hræðilegu skullu á samfélaginu. Hún þekkti flesta þeirra sem fórust.

„Mér finnst vera erfiðara að tala um það eftir því sem lengra líður; kannski af því að maður er eldri og þroskaðri. Bara hvað fólkið gekk í gegnum og upplifði. Árið 1995 var ég ennþá ung og ekki alveg að átta sig á þessu. Ég þekkti marga og þeirra á meðal Sólrúnu Ástu sem hafði verið mér í bekk. Hún lést. Lífið er stutt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni