Landsréttur tók undir niðurstöðu Héraðsdóms um að ummælin hefðu verið í samhengi við umræðu um úrræðið nálgunarbann og hefði viðmælandi verið að ræða um vernd brotaþola og skort á gagnsemi úrræðisins.
„Hefði tilgangur umfjöllunarinnar þannig ekki verið að fjalla um persónuleg málefni stefnanda sem slík heldur að draga athygli áhorfandans að málefni sem hefði samfélagslega skírskotun“ segir í dómnum.
Umfjöllunin byggði á staðreyndum
Í dómnum segir að við slíka ögrandi framsetningu fjölmiðlaefnis fylgi sú krafa að þau byggi á traustum grunni. Umfjöllunin var samkvæmt dómnum byggð á nægilega traustum grundvelli til þess að teljast til góðra starfshátta blaðamanna. Umfjöllunin hefði byggst á staðreyndum og sett fram með óhlutdrægnum hætti.
Hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms var því óraskaður og var málskostnaður fyrir Landsrétti felldur niður. Dómstóllinn varð ekki við kröfu hinna sýknuðu um að stefnandi greiði málskostnað beggja aðila.