Föstudagur 15. nóvember, 2024
-2 C
Reykjavik

Gosinu lokið en ennþá kvikusöfnun: „Það eina sem vitað er með vissu er að náttúran fer sínu fram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fagstjóri eldfjallavár hjá Veðurstofunni segir eldgosinu í Fagradalsfjalli lokið en áfram sé fylgst grannt með svæðinu.

Þessu er greint frá á vef RÚV. Í dag eru liðnir þrír mánuðir síðan hraun sást síðast renna úr eldstöðinni. Mælingar sýna þó að enn sé kvikusöfnun í gangi í jarðskorpunni við Fagradalsfjall.

Eldgosið stóð yfir með hléum í sex mánuði. Það vakti mikla athygli, enda óvenjulegt að gjósi að þessum slóðum og gosið sömuleiðis mjög nálægt byggðum. Mikill fjöldi lagði leið sína að eldgosinu frá því það hófst. Hraunflæðið ógnaði um tíma mannvirkjum og var talið að hraun gæti til að mynda flætt yfir ljósleiðara og Suðurstandaveg. Það varð ekki.

Sara Bersotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofu Íslands segir eldgosinu í Fagradalsfjalli nú lokið, en að áfram sé kvikusöfnun í gangi í jarðskorpunni á svæðinu. Því sé erfitt að spá fyrir um hvert framhaldið verði.

„Við munum því áfram fylgjast vel með virkninni á Reykjanesskaga, en við getum sagt að þessum tiltekna atburði sem hófst með eldgosi 19. mars við Fagradalsfjall er lokið, hver sem þróunin á svæðinu verður. Það eina sem vitað er með vissu er að náttúran fer sínu fram“, segir Sara í samtali við RÚV.

Sara segir söguna segja okkur að eldvirkni á Reykjanesskaga komi í lotum.

- Auglýsing -

Vakin er athygli á að ekki sé óhætt að fara inn á hraunbreiðuna við Geldingadali og að gígum. Hraun getur verið lengi að kólna og auk þess eru yfirborð og gígar óstöðugir. Hrun geti orðið fyrirvaralaust og sprungur myndast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -