Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér í stakasteinum blaðsins hvort næst verði bólusett við kvefi.
„Miðað við fyrsta afbrigði veirunnar, sem greindist í Wuhan í Kína, leiðir Ómíkron til 29% færri sjúkrahúsinnlagna, en 23% færri en Delta,“ Rannsóknin leiddi í ljós að bóluefni Pfizer, sem veitt hefur 80% vörn gegn kórónuveirusmiti, veitir aðeins 33% vörn gegn smiti Ómíkronafbrigðisins. Hins vegar eru einkenni bólusettra yfirleitt mun vægari, svo bóluefnið veitir 70% vörn gegn sjúkrahúsinnlögn og þær yfirleitt stuttar. Enginn lést af völdum Ómíkron meðan rannsóknin stóð yfir. „Eins smitast börn frekar af Ómíkron en fullorðnir, en einkennin eru yfirleitt væg og svipuð kvefi,“ sagði í frétt Morgunblaðsins í gær sem stakasteinarnir vitna til.
„Þrátt fyrir þessa niðurstöðu og aðrar svipaðar skal í æðibunugangi þvinga í gegn bólusetningu á börnum með vísun til Ómíkron. Er ekki allt í lagi?“ segir í stakasteinum Morgunblaðsins.