Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Aldrei fleiri ríkisborgarar frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) starfandi hér á landi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 31 ríkis í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 28 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA).

Sviss er eina EFTA-ríkið sem stendur utan EES, þar sem að aðild að samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi.

Það hafa aldrei verið jafn margir ríkisborgarar frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) starfandi hér á landi og í ár.

44.072 ríkisborgar frá EES-löndum, eða 11,72% landsmanna, eru með skráða búsetu hér á landi samkvæmt nýjastu tölum Þjóðskrá Íslands.

- Auglýsing -

EES ríkisborgurum hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum, eða um 7.374 frá desember 2018, sem er 14,6% aukning.

Fjórfrelsi EES-samningsins tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns fyrir alla ríkisborgara innri markaðsins, og njóta margir góðs af, meðal annars á Íslandi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra.
Mynd/Hákon Davíð Björnsson

EES-samningurinn veitir EFTA-ríkjunum Íslandi, Liechtenstein og Noregi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að þau þurfi að gerast fullir meðlimir að sambandinu.

- Auglýsing -

Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu, en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -