- Auglýsing -
Tíu jarðskjálftar hafa mælst frá því klukkan 22 í gærkvöldi. Skjálftarnir eiga upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli eða tveimur til fjórum kílómetrum norðaustur af Geldingadölum.
Stærsti skjálftinn mældist 4,2 klukkan 04:24 í nótt og tveir 3,8 að stærð klukkan 02:51 og 04:55. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að engin ummerki séu um gosóróa að svo stöddu. Þá er líklegasta skýringin kvikuhlaup, en það þýðir að kvika sé að færast lárétt í jarðskorpunni.