Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki nógu ánægður með heilbrigðisráðherrann Willum Þór Þórsson. Kári Stefánsson gagnrýnir hann einnig.
Segir Þórólfur að undanþágur frá sóttvarnalögum sem Willum Þór veitti veitingastöðum í gær, geta boðið hættunni heim. Síðastliðinn sólarhring greindust rétt undir 500 manns með Covid-19.
Heilbrigðisráðherrann nýji veitt í gær veitingastöðum undandþágu frá fjöldatakmörkunum og víðaði til meðalhófsreglunnar.
Fréttablaðið greindi frá málinu í dag.
Segist sóttvarnalæknir að hvergi hafi hann minnst á undanþágur í minnisblaði sínu sem hann afhenti ráðherranum nýlega.
„Það er ráðherrans að taka ákvörðun og það er ráðherrans að taka tillit til annarra sjónarmiða. En út frá sóttvarnasjónarmiði þá held ég að þetta geti boðið hættunni heim,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í morgun.
Þá gagnrýndi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, ráðherrann einnig vegna undanþágunarinnar.
„Ég held að þetta séu byrjunarmistök hjá góðum manni sem er allt í einu orðinn heilbrigðisráðherra. Það var ekkert verra hægt að gera heldur en að gefa undanþágu fyrir vínveitingastaði í dag. Þetta er akkurat sá dagur sem menn safnast saman,“ sagði Kári við Vísi.