Greind kórónuveirusmit voru 664 innanlands í gær og er það met. Reyndist fjórða hvert sýni sem tekið var í gær, jákvætt. Til viðbótar greindust átta á landamærunum.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfest þetta við fréttastofu Rúv fyrir stundu.
Nýgengi veirunnar hefur aldrei verið hærra en smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 dag er 1176.
Þá eru 4.174 manns í einangrun með veiruna og 6.187 manns í sóttkví. Samanlagt gerir það um þrjú prósent íslensku þjóðarinnar.
Á sjúkrahúsi eru fjórtan með veiruna, þar af tveir með ómíkróm afbrigðið. Fimm af þeim eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél en enginn þeirra er með ómíkrón afbrigðið.