Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Illugi veltir upp endalokum Moggans: „Þessi vefur gæti þó farið að verða Mogganum skeinuhættur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson veltir því fyrir sér hvort styttist í endalok útgáfu Morgunblaðsins. Ástæðan er opnun nýrrar vefsíðu sem býður upp á fría þjónustu fyrir minningargreinar, sem ásamt styrktarfé Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu er eitt af því sem haldið hefur lífi í blaðinu um nokkurt skeið.

Illugi ritar um þennan nýja vef, minningar.is, og möguleg áhrif hans á Moggann í færslu í hópi áhugafólks um fjölmiðla á Facebook. Þar segir hann:

„Það þarf ekki að segja nokkrum fjölmiðlamanni en í áratug eða meira hafa menn fantaserað um að búa til svona vef. Sumir hafa litið á það sem rakinn gróðveg, aðrir sem leið til að ganga af Morgunblaðinu dauðu — nema hvorttveggja væri. Allt virðist þetta vera þokkalega undirbyggt og vefurinn lítur prýðilega út,“ segir Illugi og heldur áfram:

„Nú er bara spurningin: Þarf Mogginn að óttast um sinn hag? Hann hefur annast um minningagreinar af sannkallaðri og rómaðri fagmennsku og það étur hver upp eftir öðrum að talsverður fjöldi áskrifenda Moggans haldi tryggð við hann út af minningagreinunum. Ef fólk getur gengið að þeim vísum ókeypis annars staðar, verður þá hrun í áskrifendahópi Moggans? Sjálfsagt ekki í nánustu framtíð en þessi vefur gæti þó farið að verða Mogganum skeinuhættur eftir einhver misseri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -