Monica Huldt, 37 ára kona í Bandaríkjunum, segir eina draum sinn vera að gefa eiginmanni sínum, John, gott líf.
Hún sinnir öllum hans þörfum, eldar fyrir hann þrjár máltíðir á dag, stundar með honum taumlaust kynlíf þegar hann óskar þess og það þjónar honum; hann „fær það“ þegar hann vill og með þeim hætti sem hann vill – en við skulum sleppa grafískum lýsingum á kynlífi þeirra hjóna; gæti sært blygðunarsemd einhverra lesenda en gæti einnig vakið upp áhuga annarra – en leyfum þeim fyrrnefndu að njóta „vafans,“ ef svo mætti að orði komast.
Monica sér um öll heimilisstörfin og er hún heimavinnandi húsmóðir.
John ræður öllu; bæði á heimilinu og í þeirra persónulega lífi; hann tekur allar ákvarðanir fyrir eiginkonu sína; í hvaða fötum hún gengur og hverja hún hittir og þar fram eftir götunum.
John má einnig sofa (stunda kynlíf) hjá hverjum sem honum þóknast og vill stunda með honum kynlíf, en það gildir ekki það sama um Monicu.
Bara alls ekki.
Hjónin segjast vera hamingjusöm og telja þetta vera leiðina að hinu fullkomna sambandi.
Fjölskylda og vinir Monicu hafa miklar áhyggjur af þessu fyrirkomulagi, og telja þetta ekki heilbrigt.
Einnig hefur parið fengið afar neikvæð ummæli og neikvæðar umfjallanir á öllum helstu samfélagsmiðlum, en þau segja það alls ekki trufla sig.
Þau segjast vera blússandi hamingjusöm og að líf þeirra gæti ekki verið betra.
Að lífið sé nákvæmlega eins og þau segjast vilja hafa það og hlusta ekki á einn né neinn sem bendir þeim á að flestum finnist hjónaband þeirra og hegðun þeirra innan þess vera algjöra tímaskekkju.
Í engum takti við það sem kallast viðtekin gildi og viðmið flestra samfélaga heimsins í dag; og að þau séu í engum takti við samfélagslega þróun gagnvart réttlæti og jafnræði kynjanna þriggja.
Þau segja einfaldlega:
„Okkur er skítsama, við ráðum okkar lífi og engir aðrir.“
Verði þeim að því.