Lögreglu barst tilkynning um innbrot klukkan hálf fimm í nótt en hafði verið brotist inn í fyrirtæki í hverfi 105. Karlmaður var handtekinn á staðnum grunaður um verknaðinn og gisti sá fangaklefa.
Umferðaróhapp átti sér stað í Hafnarfirði í gærkvöld þar sem tjónvaldur ók af vettvangi. Hafði sá ekið aftan á bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins slasaðist á öxl, baki og háls.
Hafði lögregla hendur í hári ökumannsins sem stakk af síðar um kvöldið við Álverið á Reykjanesbraut en er hann grunaður um ölvunarakstur.
Þá voru fimm ökumenn stöðvaðir í gærkvöld og nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.