Erni nokkrum var mjög brugðið eftir ferð í Costco. Þegar heim var komið var hann ekki allskostar sáttur með vöruna sem hann keypti og spyr netverja hvort gæðunum hafi mögulega hrakað í versluninni.
Örn ritar færslu í fjölmennu Costco-samfélagi á Facebook þar sem hann lýsir raunum sínum. Þar spyr hann:
„Hvað er að gerast með hakkið úr costco? Fullt af vatni. Eru gæðin að fara niður ? Ef svo er þá fer maður að versla annars staðar. Hafa fleiri lent í þessu??“
Fjölmargir blanda sér í umræðuna um gæði nautahakksins í Costco. Ýmsir þeirra segjast sáttir með vöruna og hafa aldrei lent í svipuðu á meðan aðrir kannast vel við vandamálið. Það gerir Hrafnhildur til að mynda. „Já hef orðið vör við þetta,“ segir hún.
Sesselja þekkir þetta líka. „Já því miður og bragðið ekki gott,“ segir Sesselja. Og Ragnhildur telur sig líka finna mun á vörunni frá því sem áður var. „Tók eftir mun síðast þegar ég keypti það. Nú síðast þegar ég keypti finnst mér það hafa verið öðruvísi/ leiðinlegra en veit ekki hvað veldur,“ segir hún.
Davíð er alls ekki sáttur við Costco. „Þetta er búið að vera lengi svona hjá þeim. Eru klárlega farinn að kaupa inn síðri vöru til að selja, ekki bara hakk heldur er flest ef ekki öll kjötvara orðin óæt frá þeim,“ segir Davíð ákveðinn.
Hildur er hins vegar hissa á umræðuni. „Ég skil aldrei svona spurningar… já, auðvitað er vatn í þessu, þetta er ekki þurrmatur!,“ segir Hildur.
Kristján telur vandann líklega liggja annars staðar. „Hvort sem þetta hakk sé nothæft, eða ekki, þá er algengustu mistök sem fólk gerir þegar það er að steikja hakk, er að hita pönnuna ekki nóg og setja allt allt of mikið í einu og missa hitann niður og enda á að sjóða hakkið, ekki steikja það,“ segir hann.
Og Orri virðist því hjartanlega sammála. „Þetta hefur ekkert með hakkið að gera. Viðkomandi kann ekki að elda hakk,“ segir Orri.