Jarðskjálftahrinan heldur áfram en landið skelfur nú við Ingólfsfjall.
Mældist jarðskjálfti upp á þrjú stig klukkan korter yfir fjögur í nótt. Skjálftinn var nokkuð kröftugur og fannst vel í Hveragerði, Grímsnesi og Selfossi.
Upptök skjálftans voru um átta kílómetrum austur af Hveragerði, við Ingólfsfjall.
Skjálftavirkni virðist þó hafa minnkað töluvert frá því á mánudag en mældust um 400 skjálftar í gær. Síðasti stóri skjálfti sem mældist á Reykjanesi var klukkan tíu í gærmorgun en sá var 3,7 stig. Sá fannst vel í næsta nágrenni og á höfuðborgarsvæðinu.