- Auglýsing -
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar þarf að huga vel að forgangsröðun næstu daga en eru 64 starfsmenn sviðsins í einangrun með kórónuveiruna. Þá eru 77 manns í sóttkví.
Flest starfsfólkið vinnur við umönnun í heimaþjónustu, búsetukjörnum og gistiskýlum.
Erfið staða hefur nú skapast á nokkrum heimilum vegna manneklunnar en í síðustu viku var skammtímavistheimili fyrir fötluð börn lokað í nokkra daga.
Stjórn velferðarsviðs leggur áherslu á að þjónusta breytist sem minnst þrátt fyrir aðstæður og hefur kallað til sumarstarfsmenn og tímavinnustarfsfólk.
Alls starfa um 3.400 starfsmenn á velferðarsviði Reykjavíkurborgar á 100 starfsstöðum.