Lögreglan á Suðurnesjum hefur í vikunni ítrekað sinnt útköllum vegna meðvitunarlausra ungmenna í bænum. Hafa unglingarnir verið að veipa ólögleg vínuefni í öllum tilvikum.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni hafa útköllinn verið að minnsta kosti tvö í vikunni vegna meðvitundralausra unglinga.
„Í báðum tilvikum er grunur um að ólöglegt vímuefni hafi verið í svokölluðu „vape“i. Sem betur fer hlaut enginn alvarlegan skaða af en lögreglan ítrekar hættuna af notkun slíkra efna sem og að nota vape sem við vitum ekki hvað er í,“ segir í tilkynningunni.