Spennan vegna kjörs leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer vaxandi. Eyþór Arnalds hvarf sem kunnugt er frá .því að gefa kost á sér til endurkjörs svo eftir stendur Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi sem skoraði hann á hólm. Hildur kemur úr þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem fylgir Bjarna Benediktssyni formanni að málum. Stuðningsmenn höfuðandstæðings hans Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, leita nú logandi ljósi að frambjóðanda sem skákað getur Hildi. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í þessu samhengi. Hæst ber leitina þar sem Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Þorlákshöfn, og Pál Magnússon ber á góma. Páll þykir afar hentugur en hann er í ónáð flokksforystunnar …