Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Rólegt hjá lögreglunni í nótt – Akstur undir áhrifum, gróðureldur og grunsamlegar mannaferðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eitthvað var um það að svartdrukknu fólki var keyrt heim eða leyft að sofa úr sér í fangaklefa. Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir en sást til manna í miðbænum, gangandi á milli bíla og kíkjandi inn um rúðurnar. Þegar lögreglan kom á svæðið voru þeir á bak og burt.

Þá var brotist inn í verslun í miðbænum en ekki vitað hverju var stolið. Tvær tilkynningar bárust um gróðureld, í Vesturbænum og í Mosfellsbæ en þeir eldar voru minniháttar og létt að slökkva í þeim. Einnig var kveikt í ruslagámi í hverfi Kópavoginum en slökkviliði var kallað til og slökktu þeir eldinn.

Í Grundahverfinu var svo tilkynnt um umferðaslys en ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis. Eftir stutta heimsókn á bráðamóttöku þar sem maðurinn var skoðaður, var hann fluttur í fangaklefa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -