Laugardagur 21. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Andrea safnar fé fyrir fólki í neyð: „Gefur svo gott í hjartað að geta aðstoðað þá sem þess þurfa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrea Þórunn Björnsdóttir, sem stundum gengur undir nafninu amma Andrea, hefur um árabil safnað peningi og dreift til fjölskyldna og einstaklinga sem hafa átt um sárt að binda. Í ár safnaði hún 3.685,000 krónum sem skiptust á milli fólks.

Mannlíf hafði samband við þennan engil í mannsmynd og spurði hana út í þessa söfnun hennar, hvernig hún byrjaði.

„Ég hef safnað í mörg ár, það byrjaði þannig að yngri dóttir mín Guðbjörg bað mig um að hjálpa sér að safna fyrir fjölskyldu lítillar veikrar stúlku sem því miður dó. Ég var alltaf á mörkuðum að selja, ég ákvað að fara í Góu, ná þar í nammi og í Evitu gjafavöruverslun í Mosó, keypti fallega vöru þar sem ég seldi svo áfram.“

Segist Andrea vera með styrktarsjóð í sínu nafni og passar hún að fara aldrei af stað að hjálpa nema tala við þann sem hún vill hjálpa.

„Ég er með styrktarsjóð í mínu nafni, bauð fólki að gefa eina góuferð, 35 þúsund, og þá gat ég látið allan peninginn í þann sem ég auglysti að ég hjálpaði. Ég fer aldrei af stað að hjálpa einhverjum nema að tala við hann áður.“

Segir hún að til þess að koma söfnuninni af stað sé gott að segja svolítið frá viðkomandi.

- Auglýsing -

„Það gefur trukk í söfnun að segja aðeins frá viðkomandi en ég hef aðalega hjálpað fólki í veikindum, líka þar sem börn veikjast alvarlega.“

Andrea hefur hlotið viðurkenningar fyrir hjálparstörf sín en árið 2016 var hún valinn Vestlendingur ársins og Skagamaður ársins 2019. En Andrea er ekki að gera þetta fyrir verðlaun og viðurkenningar segir hún.

Amma Andrea með barnabarni sínu, Andra
Mynd: Aðsend

Í þeim tilfellum sem hún nær ekki að eyrnamerkja söfnunina á einhvern ákveðinn hefur hún sett sjóðinn inn á Bónuskort og deilt þeim á góða staði.

- Auglýsing -

„Ég hef yfirleitt verið einu sinni í viku í bónus Akranesi að selja, en gef nú Skagamönnum stundum frið frá mér,“ segir Andrea kímin.

En hversu miklu safnar Andrea árlega?

„Ég gat safnað fjórum milljónum í fyrra með góðra manna hjálp, 3.685,000 núna á þessu ári en ég gæti þetta ekki nema með hjálp fólks þarna úti sem styður við bakið á mér í þessu. Börnin mín þrjú eru líka dugleg að hjálpa mér í þessu.“ Fjárhæðirnar dreifðust á milli fjölskyldna og einstaklinga sem þurftu á hjálp að halda.

Þegar blaðamaður spurði Andreu hvort hún safni þessu alltaf í kringum jólin og þá hvort um árlega söfnun sé að ræða svarar hún því til að hún sé að safna allt árið.

„Árlegt spyrð þú, þetta er allt árið, það er ekki hægt að hætta, þetta gefur svo gott í hjartað að geta aðstoðað þá sem þess þurfa.“

Að lokum vill Andrea þakka öllum sem lagt hafa henni lið, „ein gæti ég þetta ekki, ég þarf fólk eins og  þig fyrir fólk eins og mig.“

Söfnunarreikningur Andreu: 0552-14-000288 Kennitala: 100862-3529

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -