Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Búin er brjáluð nótt : Tryllt veður tók við – Alls ekkert ferðaveður!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Nóttin var sú brjáluð ein, og um landið ljósið skein.
Eða þannig.
Eins og við mátti búast var nóttin nýliðna mörgum erfið; fólki og dýrum.
Þeir sem sinntu útköllum ýmiskonar þurftu að hafa verulega fyrir hlutunum – meira en venjulega og var ekki á bætandi; vont veður, sprengingar og mikill gleðskapur gerði það að verkum að gríðarlegur fjöldi útkalla var til dæmis hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.
Og ekki bætti úr skák að stór sinu­bruni kviknaði í Úlfarsár­dal sem sást víða að.
Einnig þurftu slökkvilið á Akra­nesi og Sel­fossi að berjast við sinu­elda, en mjög þurrt hef­ur verið á suðvest­ur­horni lands­ins; bað slökkvilið fólk að fara var­lega við að skjóta upp flug­eld­um.
Varðstjóri á vakt hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu sagði nóttina bók­staf­lega hafa verið brjálaða að öllu leyti, þá verstu sem hann hafði upplifað á 30 árum sínum í starfin.
Árið 2022 kvaddi með látum, líkt og búast mátti við, og tekur því á móti Íslendingum með meiri látum; stormi og engu ferðaveðri, bara alls engu.
Gular og/eða appelsínugular viðvaranir gilda á öllu landinu á í dag og hvetur Vegagerðin alla til að fresta ferðalögum fram yfir hádegi á morgun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -