Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en alls eru 125 mál skráð frá klukkan 17:00 í gær til 09:00 í morgun.
Var lögreglunni tilkynnt um þrjár tilraunir til hnífsstungu í nótt, þar af átti ein sér stað í Fossvoginum laust fyrir klukkan fimm í nótt. Voru tveir fluttir á bráðadeild eftir árásina, þeir eru ekki taldir í lífshættu. Gerandinn var vistaður í fangageymslu.
Þá barst lögreglunni tilkynning um einstakling vopnaðan hníf í Árbænum í nótt. Voru tveir í kjölfarið handteknir og fluttir í fangageymslu.
Og klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um mann sem hafði gert tilraun til að stinga annan með tveimur hnífum í miðbæ Reykjavíkur. Tókst fórnarlambinu að læsa sig inni þar til lögregla kom á svæðið.
Voru alls níu vistaði í fangaklefum lögreglunnar í nótt.