Það muna margir eftir Khaled Mohsen Al Shaeri frá Saudi-Arabíu, en hann varð heimsfrægur hér um árið enda var hann þá þyngsti unglingur heims.
Þyngdin var rosaleg – hann var heil 600 kíló að þyngd þegar hann var einungis 17 ára gamall, og náði síðar 10 kílóum á sig í viðbót; hann er annar þyngsti maður heims, samkvæmt mælingum.
Fyrir níu árum, þegar Khaled var 22 ára gamall, gaf þáverandi konungur Saudi-Arabíu Abdullah, sem nú er allur, út þá opinberu yfirlýsingu að Khaled skyldi í höfuðborgina Riyadh og þiggja læknisaðstoð.
Í dag má sjá að árangur Khaled ermeð ólíkindum; ný mynd af honum hefur vakið mikla athygli á alnetinu; þar má sjá Khaled brosandi í hvítum fötum og næstum óþekkjanlegur frá þeim tíma er hann var 610 kíló að þyngd.
Fyrir einum fimm árum síðan gat hann gengið óstuddur í fyrsta skipti í mörg ár.
Árangur Khaled í baráttunni við aukakílóin er líklega einn sá allra mesti frá upphafi tímans.
Khaled er nú aðeins 68 kíló að þyngd og brosir út að eyrum. Magnaður árangur!