Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Endalok heimsfaraldursins í augsýn vegna Ómíkron

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs bindur vonir sínar við að lok heimsfaraldursins séu ekki langt undan en það sé vegna deifingu Ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar.
Greindi hann frá þessu í viðtali við Morgunblaðið í dag.
Runólfur sem er yfirmaður Covid-göngudeildar segir upplýsingar vegna þróun faraldursins erlendis frá uppörvandi.

„Maður er að von­ast til þess að svo sé. Mér finnst við hins veg­ar ekki hafa al­veg nægi­lega skýra mynd af al­var­leika veik­inda ennþá, alla­vega ekki hér á landi. Þær upp­lýs­ing­ar sem við höf­um að utan eru þó uppörv­andi“.

Af þeim átta sem voru á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar í gær voru sjö óbólusettir. Þá séu stærstu áskoranir spítalans nú gjörgæslan og Covid-göngudeild en sinnir hún þeim einstaklingum sem gætu mögulega þurft á innlögn að halda.
Sagði Runólfur það skipta miklu máli hvaða hópar fólks smituðust en eru nú flest smit hjá fólki á aldrinum 18-29 ára.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -