- Auglýsing -
Hinn síkáti og orðheppni pólitíkus, Brynjar Níelsson, aðstoðamaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, er „svekktur“ að hafa ekki verið tekinn fyrir í Áramótaskaupi RÚV í þetta sinnið:
„Hvað þarf maður eiginlega að gera til að komast í þetta Skaup?“ spyr Brynjar í léttum dúr og svarar sjálfum sér:
„Ég hef hagað mér eins og fífl árum saman í þeim eina tilgangi að vekja athygli höfunda Skaupsins.“
Bætir við:
„Þetta er diss aldarinnar. Þarf maður að gera eins og Inga Sæland og halda sömu ræðuna samfleytt í fjögur ár?“