Bandarísk kona sagði frá áreitni sem hún varð fyrir í kjölfar fráfalls eiginmanns síns. Konan fékk skilaboð frá samstarfsmanni eiginmannsins þar sem hann veitti henni samúð og bar sorgina saman við það að missa hund:
„Ég missti hundinn minn nýlega og veit hvernig þér líður.“
Maðurinn hélt skilaboðasendingunum áfram, og bauð til að mynda konunni á stefnumót og sagðist geta hugsað vel um hana; þegar konan afþakkaði boðið varð hann reiður og kallaði hana ljóta.
Hann gafst þó ekki upp og sagðist hafa þekkt manninn hennar vel og að hann hefði viljað að hún leyfði einhverjum að hugsa vel um hana, eins og hann hugðist gera.
Konan sagði frá samskiptunum á Reddit og lér fylgja með skjáskot af skilaboðunum. Eftir árangurslausar tilraunir til að svara manninum kurteislega gafst hún upp og lokaði á samskiptin.