Skotið var á eldhúsglugga íbúðar í kórahverfinu í gærmorgun. Er þetta sjöunda skotárásin á heimili í sama hverfinu síðan í byrjun desember. Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið.
Um tíu í gærmorgun barst lögreglunni tilkynning um skotárás í Baugakór í Kópavogi en skotið hafði verið á eldhúsrúðu í fjölbýlishúsi en íbúar voru heima er árásin var gerð.
„Það bendir til þess að hafi verið skotið á eldhúsglugga íbúðarinnar,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu Vísis.
Skotið fór ekki alla leið inn í íbúðina en stoppaði á seinna glerinu og fell inn á milli glerjanna.
Skotið hafnaði í eldhúsrúðunni og fór ekki alla leið inn í íbúðina.
Grunur leikur á að loftbyssa hafi verið notuð í árásinni.
„Það bendir allt til þess að þetta sé einhvers konar loftbyssa, af einhverju tagi. Miðað við kúluna,“ segir Skúli.
Það var íbúi sem tilkynnti skotárásina til lögreglu en samkvæmt Facebook hópi Kópahverfis, voru börn í íbúðinni að horfa á barnatímann er skotið var á íbúðina.
Árásir af sama meiði hafa verið gerðar í hverfinu undanfarið.
„Þau eru búin að vera nokkur í hverfinu. Mér sýnist vera sex mál núna í desember.“
Segi Skúli ennfremur að ekki sé enn ljóst hver beri ábyrgðina á skotárásunum en að ekki þyki ólíklegt að einn einstaklingur standi á baki þeim.
„Við bara vitum það ekki en það er ekki ólíklegt. Eina sem ég get sagt er að þetta er í rannsókn. Frekari bollaleggingar með það er ekki hægt að fara fram með núna,“ segir Skúli í samtali við Vísi.