Ómíkron hefur reynst vera ólíkt fyrri afbrigðum kórónuveirunnar en mun minna er um alvarleg veikindi af völdum Ómíkron, þó er veiran talin mun meira smitandi en hún var áður. Ómíkron hefur mörg sömu einkenni og kvefpest og því má reikna með því að margir fari ekki í sýnatöku, sumir eru gjarnan einkennalausir.
Nýlega uppgvötuðu sérfræðingar eitt af fyrstu varúðarmerkjum þessa nýjasta afbrigði veirunnar en það er hæsi sem fylgir hálssærindum. Önnur einkenni eru kvef, hósti, nætursviti, minnkuð matarlyst og síþreyta.
Suður afríski læknirinn, Angelique Coetzee, sem var fyrstur til að vara við Ómíkron afbrigðinu, segir einkennin vera mjög væg miðað við fyrri afbrigði kórónuveirunnar.
879 smit voru greind innanlands í gær en hvorki almenningur né smitaði einstaklingurinn sjálfur getur fengið upplýsingar um hvaða afbrigði veirunnar sé að ræða.