„Þetta er erfið ákvörðun því fréttastofan er mitt annað heimili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljótlega. En ég hætti sem sagt í dag,“ er haft eftir Einari.
Einar Þorsteinsson, fréttamaður á RÚV til margra ára og einn af stjórnendum Kastljóss, hefur sagt upp störfum og lætur hann af störfum í dag. Kjarninn greinir frá þessu og vísar í skilaboð sem Einar sendi til samstarfsmanna sinna á RÚV fyrr í dag.
Í skilaboðunum, sem Kjarninn vísar í, segist Einar hafa ákveðið að þiggja starf sem honum bauðst fyrir skömmu.
Einar hefur verið áberandi í fréttum og fréttatengdum þáttum á RÚV á undanförnum árum og vakið athygli fyrir beinskeytt viðtöl.