Foráttuveður hefur verið Austanlands í nótt og í dag og mun verða eitthvað fram eftir degi. Hafa björgunarsveiti á Seyðisfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði haft í nógu að snúa í nótt og í dag. Aðalverkefni sveitanna hafa verið að koma heilbrigðisstarfsfólki og öðrum til og frá vinnu. Þá hafa sveitirnar einnig aðstoðað fólk sem fest hefur bílana sína í snjósköflum sem og hjálpað fólki að festa niður lausamuni.
Í samtali við Austurfrétt segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar að rétt fyrir hádegi hafi borist tilkynningar á Seyðisfirði um fok á lausamunum og bát nokkurn sem losnaði í höfninni.
„Strákarnir á Seyðisfirði voru að klára að koma böndum á bátinn og festa hann við bryggju,“ segir Davíð Már.
Aukreitis hefur tjón orðið er sjór og grjót hefur flætt yfir varnargarða og bryggjur á Borgarfirði Eystra og svo losnaði landfestar af einum báti.
Blaðamaður Mannlífs heyrði í Eskfirðingi nokkrum sem tjáði honum að þar væri vitlaust veður og að allt væri lokað, „apótekið, verslanir og allt bara.“
Þá er þó nokkuð um að fólk sem kom austur í jólafrí úr borginni sé fast þar vegna aftakaveðursins en morgundagurinn lítur ágætlega út, að minnsta kosti í augnablikinu.