Þorsteinn V. Einarsson kennari með meistaragráðu í kynjafræði og umsjónarmaður vefsins Karlmennskan segist hafa það á tilfinningunni að 2022 ætli að láta sem 2021 hafi aldrei gerst.
„Ekkert uppgjör. Bara back to „normal“- Hann bara „hvarf smá.“ Tölum ekkert um það samt,“ skrifar Þorsteinn á Twitter og deilir skjáskoti af frétt um endurkomu Sölva.
Mannlíf greindi frá því að fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason vilji gefa út sjö eða átta áður óbirta þætti úr hlaðvarpsseríu sinni Podcast með Sölva Tryggva. Hann hefur einnig endurútgefið eldri þætti úr seríunni.
Sölvi dró sig í hlé eftir að tvær konur kærðu hann til lögreglu, önnur fyrir meinta líkamsárás og hin fyrir meint kynferðisbrot.
Hann fjarlægði þá alla þætti hlaðvarpsins úr spilun.
Ekki eru allir sáttir með þessa endurkomu Sölva og hefur fólk látið hann heyra það á samfélagsmiðlinum Twitter.
Edda Falak, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin Konur, deilir einnig skjáskoti af frétt um endurkomu Sölva og skrifar:
„Merry Crisis.“
Hörður Ágústsson, eigandi Macland, deilir einnig skjáskoti af fréttum um endurkoma Sölva og skrifar „Það vantar samt einn þátt.“
Hann vísar þar til þess að Sölvi hefur ekki sett inn þáttinn af sér að ræða um málin við lögmann sinn er hann brast í grát.