Nýtt ár hefur runnið í garð og má finna á fólki að það sé frekar tilbúið að einblína á það góða í lífinu og það jákvæða en ótta og gremju.
Jón Gnarr virðist einmitt vera inn á þessari línu fyrir árið, en hann segir á twitter færslu sinni í dag:
„á nýju ári ætla ég að reyna að vera aðeins minna eigingjarn en meira gefandi, draga úr kröfum en auka umburðarlyndi. mig langar að sigrast á ótta mínum yfir allskonar en frekar stappa stáli í aðra og temja mér þakklæti en ekki sjálfsvorkunn. gangi ykkur allt að sólu á nýju ári.“
á nýju ári ætla ég að reyna að vera aðeins minna eigingjarn en meira gefandi, draga úr kröfum en auka umburðarlyndi. mig langar að sigrast á ótta mínum yfir allskonar en frekar stappa stáli í aðra og temja mér þakklæti en ekki sjálfsvorkunn. gangi ykkur allt að sólu á nýju ári pic.twitter.com/haBAjdgrtP
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) January 3, 2022
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tekur undir þessi orð og þakkar fyrir innblásturinn.
Ætli fólk almennt sé sammála og sjái sér fært um að taka undir orð Jóns og litið framtíðina bjartari augum eða finnst flestum þessi sýn ekki eiga við á þessum síðustu og verstu tímum.