Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Adda María hættir: „Ekki auðveld ákvörðun en við í Samfylkingunni erum rík af öflugu fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjarfulltrúinn Adda María Jóhannsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara í vor.

Adda, sem situr í bæjarstjórninni í Hafnarfirði fyrir hönd Samfylkingarinnar, tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni:

„Kæru vinir. Ég sendi ykkur nýárskveðjur með litlum pistli. Um þessar mundir eru átta ár síðan ég tók ákvörðun um að gefa kost á mér til starfa fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði á vettvangi sveitarstjórnarmála.

Þessi átta ár hafa verið lærdómsríkur tími sem ég er óendanlega þakklát fyrir. Á þessum árum hef ég kynnst og starfað með frábæru fólki innan Samfylkingarinnar sem deilir hugsjónum um að vinna að betra samfélagi. Ég hef fengið tækifæri til að koma að stefnumótun fyrir okkar góða sveitarfélag og á þeim vettvangi kynnst öflugum hópi starfsfólks sem og góðum félögum úr öðrum stjórnmálaflokkum.“

Adda María er fjölhæf. Er slagverksleikari í hinni frábæru hljómsveit Dúkkulísurnar.

Adda segir að ákvörðunin um að gefa sig ekki fram í vor hafi verið erfið:

„Nú mun ég hins vegar draga mig í hlé og hef tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi starfa í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta hefur ekki verið auðveld ákvörðun að taka enda hef ég notið þess að starfa á þessum vettvangi og reynt að leggja mitt af mörkum til að vinna að betri bæ. Ég tel hins vegar að hún sé rétt fyrir mig á þessum tímapunkti.“

- Auglýsing -

Hún segist engar áhyggjur hafa af sínum flokki:

„Ég veit líka að við í Samfylkingunni erum rík af öflugu fólki sem er tilbúið að taka við keflinu og halda áfram baráttunni í nafni jafnaðarstefnunnar. Ég þakka einlæglega það traust sem mér hefur verið sýnt, en ekki síður reynsluna og vináttuna sem ég hef öðlast í gegnum störf mín fyrir Samfylkinguna og sveitarfélagið. Takk fyrir mig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -