Sjónvarpsmaðurinn góðkunni og fyrrum borgarfulltrúinn, Gísli Marteinn Baldursson, er á því að missir verði af Katrínu Atladóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem eins og Mannlíf greindi frá í gær, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram í setu í borgarstjórn.
Katrín fer í tæknigeirann; byrjar að vinna hjá Dohop í vor:
Gísli Marteinn segir:
„Þetta er mikill missir fyrir borgarbúa. Katrín hefur verið frábær borgarfulltrúi og svo sannarlega munað um hana, sem ekki er hægt að segja um alla borgarfulltrúana 23 sem sitja í borgarstjórn, giska á að innan við 1% borgarbúa gætu nefnt sum þeirra,“ segir Gísli Marteinn á Twitter.
Ýmislegt er líkt með þeim tveimur er að stjórnmálum kemur; til dæmis hvað varðar bíllausan lífsstíl, en eins og alþjóð veit þá er Gísli Marteinn mikill áhugamaður og sérfræðingur um þann lífsstíl: Katrín til að mynda var hvatamaður að gerð hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur. Hún sagði að það væru henni mikil vonbrigði hvað allt tæki langan tíma í stjórnsýslu borgarinnar og að það hafi átt sinn þátt í ákvörðun hennar að gefa ekki kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor.