- Auglýsing -
Skólastarf hefst víðast hvar í dag, þrátt fyrir mikinn fjölda Covid-smita í samfélaginu. Ásmundur Einar Daðason, skóla- og barnamálaráðherra ákvað að skólar skyldu hefjast á réttum tíma og sagði það brýnt fyrir börn og ungmenni að missa ekki þennan fasta.
Kennarar hafa gagnrýnt ákvörðun ráðherra og sóttvarnarlæknir mælti með því í síðasta minnisblaði sínu að skólastarfi yrði frestað vegna mikillar smithættu.
Hver er skoðun lesenda á málinu?